leita

ELDRI PISTLAR

Fyrir nokkrum árum hafði ég áhyggjur af því að Guðni Ágústsson gæti ekki ákveðið hvort hann ætlaði að vera trúður eða stjórnmálamaður. Árið 2008 ákvað hann að hætta í pólitík og flutti um sinn á einhvern bar í Evrópusambandinu kenndan við einhverja Klöru, ef ég man rétt. Nokkru seinna varð

Bubbi Mortens vann fyrstu lotuna gegn Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra Hér & nú. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Garðar til að greiða Bubba 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir myndbirtingu af Bubba með vindling í munni undir fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. Ummælin voru jafnframt dæmd ómerk. 365-prentmiðlar, sem gefa Hér &

03. maí | Afsökun (JGH)
Nýlega tók ég út pistil af þessu vefsvæði, heimur.is, sem ég skrifaði hinn 25. maí í fyrra eftir að sérstakur saksóknari kærði tvo lögreglumenn, sem unnið höfðu á vegum embættisins, til ríkissaksóknara vegna meints brots á þagnarsyldu. Linnulaus umræða og stórfelldur fréttaflutningur helstu fréttastofa landsins af málinu var tilefni


PISTLAR

22/12/2009 | 23:19

Ömurleg jól (BJ)

Þegar jólaútgáfur dagblaðanna biðja fólk að rifja upp eftirminnileg jól virðast flestir minnast þess þegar þeir voru fastir á fjöllum á aðfangadag, gjafirnar týndust eða jólasteikin brann í ofninum. Mér finnst ég hálfpartinn utangátta vegna þess að öll mín jól hafa gengið ágætlega upp. Allt hefur farið eins og best verður á kosið. Auðvitað ætti ég að þegja yfir því, en ég veit ekki hverju ég ætti að svara ef einhver spyrði mig um eftirminnileg jól.

Fyrstu tuttugu jólin var ég heima hjá foreldrum mínum. Þau voru hvert öðru lík. Fyrstu árin bjó amma hjá okkur og hún hélt mest upp á mig, þannig að ég gat ekki kvartað. Mér er sagt að þegar ég var eins árs hafi ég tekið alla fatapakka sem ég fékk og fært ömmu og einbeitti mér að einhverju skemmtilegra. Hún fór svo með þessa pakka upp til sín, en á jóladagsmorgun kom ég og vitjaði þeirra hjá henni.

Mamma spilaði stundum jólalög á píanóið. Einhvern tíma gengum við kringum jólatréð en það var ekki alltaf. Fyrir jólin steikti mamma laufabrauð. Þá skáru allir út mynstur nema mamma sem flatti út deigið. Pabbi og Guðrún systir gerðu fallegustu laufabrauðskökurnar en ég bjó til andlit, karlinn í tunglinu minnir mig. Ég var ekkert sérstaklega listfengur. Mynstur og regla voru ekki mín sterkasta hlið.

Mamma bakaði margar tegundir af smákökum fyrir jólin. Piparkökur, loftkökur, vanilluhringi og fleira. Hennar piparkökur voru þykkar og ekkert mjög stökkar með einhverjum möndlum, held ég. Ég lærði fljótlega þá list af Tómasi bróður að fara í smákökuboxin og næla mér í góðan skammt, fara svo upp í mitt herbergi með góða bók og maula kökurnar. Það var gaman. Stolnu piparkökurnar voru kannski ekki sérlega góðar, en loftkökurnar og vanilluhringirnir brögðuðust miklu betur svona en venjulega.

Á aðfangadag fórum við með pakka til fjölskyldunnar. Einu sinni vorum við í bílnum þegar klukkan varð sex. Þá vorum við á leiðinni til Ingu frænku sem bjó ein á Grundarstíg. Það snjóaði og við vorum í Ingólfsstræti. Ég veit ekki hvers vegna við vorum svona sein. En við sögðum: Gleðileg jól! í bílnum. Svo komumst við heim nokkrum mínútum seinna.

Einu sinni eyðilagðist tartalettujukkið vegna þess að rækjurnar voru ónýtar (eða voru það Ora fiskbollurnar?). Karlarnir í Sláturfélaginu voru enn við þó að klukkan væri langt gengin í þrjú og mamma gat keypt efni í nýtt jukk.

Eftir jólapakkana fórum við í heimsókn til Bjarna frænda og Sigríðar meðan þau lifðu. Mér fannst það gaman. Einu sinni gaf hann mér bækur sem hann áritaði. Á aðra skrifaði hann: Til Benedikts Zoëga ritstjóra. Frá Bjarna Benediktssyni. Á hinni stóð til Bensa frá Bjarna frænda hans. Þetta var jólin 1966. Þá var ég ritstjóri Íþróttamannsins.

Seinna fórum við til Ólafar og Páls þegar pakkarnir voru afstaðnir. Það var líka gaman. Einu sinni fórum við í jólaleiki þar á jóladag. Þetta var í eina skiptið sem ég man eftir að fullorðna fólkið færi líka í leiki. Við spiluðum aldrei á jólum svo ég muni. Einu sinni kviknaði í heima hjá okkur út frá jólaskreytingu, en mamma hellti kaffi á eldinn svo það var ekkert úr því nema borðið brann. Þetta var heimagerð skreyting, jólasveinn sem ýtti hjólbörum á undan sér. Í börunum var kertið sem kveikti í.

Einu sinni bjó ég til kertastjaka úr spýtukubbi og krossviðarplötu. Úr plötunni sagaði ég jólasvein og málaði húfuna rauða. Líklega hef ég gert þetta í skólanum, en heima sagaði ég út Mikka mús með sama hætti, en ekki man ég hvað varð af honum.

Fyrstu jólin sem við Vigdís vorum saman gaf ég henni mynd af mér, tvær reyndar. Aðra frá því ég var lítill og hina nýlega. Hvorug þeirra er lík mér núna.

Fyrstu jólin okkar í Ameríku vorum við í heimsókn hjá amerísku vinafólki. Það var sérstakt, en þau voru mjög vingjarnleg við okkur. Það var í Indiana. Um áramótin fórum við til Washington DC og svo til New York. Það var allt mikið ævintýri.

Næstu jól fórum við frá Wisconsin til Rochester í New York og heimsóttum Tómas bróður, Fríðu og dætur þeirra. Það var sautján tíma ferð í snjó og roki, en það gekk allt vel. Þá heimsóttum við eitthvert amerískt vinafólk þeirra á aðfangadagskvöld. Þau buðu upp á vín, sem mér fannst einkennilegt. Á annan í jólum fór einn nágranni þeirra Tómasar og Fríðu með jólatréð sitt út í ruslagám. Eflaust búið að standa frá fyrsta des.

Svo áttum við okkar fyrst og einu jól saman tvö árið þar á eftir. Við höfðum ákveðið að flytja milli Wisconsin úr kuldanum í hitann í Flórída milli jóla og nýárs. Við vorum með jólatré sem við höfðum hirt fyrir utan einn af stúdentagörðunum á Þorláksmessu, en þá voru krakkarnir sem þar bjuggu farnir heim í frí. Það passaði okkur vel, því að hjá okkur átti það ekki að standa nema í þrjá daga.

Árið þar á eftir var svo Steinunn nýfædd á jólum og sést á mynd taka þátt í skemmtuninni af innlifun.

Sem sé. Ég luma ekki á neinni hörmungasögu til þess að segja um jólin. Enda ekki nokkur maður beðið mig að segja frá reynslu minni.

Benedikt Jóhannesson

www.heimur.is/benedikt

Share

NÝLEGIR PISTLAR


12. janúar 2014| Sokkurinn sem sneri aftur (BJ)

10. janúar 2014| Misskilin auðlindarenta (JGH)

08. janúar 2014| Söngur svartþrastarins (BJ)

03. janúar 2014| Lifum við til að vinna?


28. desember 2013| Í vikulokin (JGH)


02. desember 2013| Lífið og hamingjan (BJ)

29. nóvember 2013| Sviðsmyndir (JGH)

24. nóvember 2013| Jón og ég (BJ)


17. nóvember 2013| Djísus Kræstur maður (BJ)


13. nóvember 2013| Að líta í Ugluspegil (BJ)

06. nóvember 2013| Faguryrði (BJ)

03. nóvember 2013| Hvað er að þér? (BJ)

© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is