leita

ELDRI PISTLAR

Ég var í Danmörku um helgina. Það er alltaf huggulegt. Ekki nokkur maður atyrti okkur á götu þó að við leyndum því ekki að við værum Íslendingar. Mér sýndist þeir bara vera að gera það gott. Í fyrra flutti óperan úr Konunglega leikhúsinu í glæsilegt hús gegnt höllinni Amalíuborg.

27. júní | Heiglum hent (BJ)
Ódæðin í London eru enn eitt tilræðið við Vesturlönd almennt. Tilgangurinn er greinilega sá að hræða almenning til hlýðni við öfgaöfl. Hryðjuverk af þessu tagi eru ekkert nýtt, Bin Laden hefur bara náð að gera þau óhugnanlegri en nokkru sinni fyrr. Eins og í New York, Washington og Madrid er

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur haldið því fram að ein helsta ógnin við knattspyrnu í heiminum sé sókn auðmanna í knattspyrnu- félög. Rök hans hafa verið þau að þeir séu ekki að kaupa félögin af hreinni ást á íþróttinni heldur vegna allt annarra sjónarmiða. Blatter skaut m.a. á Eggert


PISTLAR

29/02/2008 | 17:12

Kvaddur með veislu í Höfða (JGH)

Ég hef alltaf öfundað fólk sem hælir sér af því að gera hagstæð matarinnkaup. Samt veitir það sér meira en skyr og velling. Ég læt hins vegar alltaf blekkjast. Gott tilboð í Bónusi og Nóatúni þýðir einfaldlega að ég raða bara meiru í kerruna. En lausnin er í sjónmáli; þökk sé Birni Inga Hrafnssyni. Næst ætla ég að hringja í Regínu Ástvaldsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra, og fá uppskriftina. Hún sá um veisluna þegar Björn Inga Hrafnsson var kvaddur í Höfða og kann greinilega kúnstina góðu að gera góð kaup. Það virðist alveg sama þótt það séu klæði eða fæði þegar Björn Ingi er einhvers staðar nálægur, það verður einhvern veginn allt miklu ódýrara.

Það var Ólafur F. Magnússon, sem hélt kveðjuveisluna góðu fyrir Björn Inga í Höfða, og bauð hann yfir áttatíu gestum fimmtudagskvöldið 21. febrúar – eins og Fréttablaðið sagði svo nákvæmlega frá. Meðal annars var boðið upp á tíu rétta seðil; m.a.grillaðan humar og nautafilé, hægeldaðan lax, kóngarækju (líklegast frá Alfreð), kjúklingaspjót, svínarif, jarðaber og ananas í súkkulaði; þ.e. súkkulaðidúett. Þessu gátu gestir skolað niður með rauðvíni, hvítvíni og bjór – auk óáfengra drykkja, samkvæmt Regínu.

Þegar Regína var spurð að því hvað þetta hefði kostað sagði hún að heildarkostnaður væri pottþétt undir 200 þúsund krónum. Að vísu hefði sparast svolítið vegna þess að við pöntunina á veisluföngum hefði verið gert ráð fyrir að ekki myndu nema um sextíu manns mæta. Þá hefðu margir ekki nýtt sér rauðvínið og hvítvínið vegna þess að þeir hefðu nýtt sér óáfenga drykki í veislunni.

Á listanum (ég las það fyrst sem á matseðlinum) voru meðal annars átján framsóknarmenn. Þetta var þá gestalistinn; mér var verulega létt. Hugsaði þó með mér „ja, það eru þá til svona margir framsóknarmenn“ og sá að talan átján var næstum munurinn á sextíu og áttatíu. En áfram með smjörið; þetta voru átján framsóknarmenn sem sitja í nefndum borgarinnar, borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar. (Þarna var ljóst að fulltrúar annarra flokka voru líka á staðnum). Þarna voru líka nokkrir fyrrverandi borgarfulltrúar, tíu af nánustu samstarfsmönnum úr Ráðhúsinu, nítján embættismenn og nokkrir fulltrúar frá Faxaflóahöfnum, íþrótta- og tómstundaráði og Orkuveitu Reykjavíkur. Björn Ingi og frú voru heiðursgestir.

En svo kom aftur að Regínu í fréttinni. Hún sagði að kveðjuveislan hefði verið mótttaka á milli klukkan fimm og sjö. (Nú, þetta var þá ekki veisla á fimmtudagskvöldi eins og Fréttablaðið hafði fullyrt í fyrirsögn). Það kom hins vegar engin skýring á því hvort matseðilillinn girnilegi hefði þá í raun verið pinnamatur og veislan svonefnd standandi veisla. Regína sagði að borgin sjálf hefði annast víninnkaupin. (Ekki veit ég hvernig þau víninnkaup hafa verið reiknuð, eða hvar bókfærð). Þá sagði Regína að maturinn hefði verið pantaður frá Múlakaffi eftir að tilboða hefði verið aflað. Það hefur örugglega verið mjööööög hagstætt tilboð. Regína tók það líka fram að þarna hefði verið aðkeypt þjónustufólk og þjónusta þess hefði verið inni í fjárhæðinni, þ.e. undir 200 þúsund króna pakkanum. Ekki veit ég hvort Pólverjarnir hans Bubba hafi verið þarna á ferð – en mér létti þó að heyra að borgarstjórinn hefði ekki sjálfur þurft að ganga um beina.

Áttatíu manna glæsileg kveðjuveisla á undir 200 þúsund krónum. Óhugsandi í fyrstu, hugsaði ég með mér. En kannski var þetta hægt? Pantað fyrir sextíu, haldið milli fimm og sjö, flestir drukku vatn, borgin fór sjálf í ríkið og keypti vín sem ekki var drukkið, maturinn á ofurtilboði frá Múlakaffi. Aðkeypt þjónusta – hvaðan sem hún kom og hversu margir sem þjónarnir voru? En þeir voru örugglega mjööööög hagstæðir.

Fæði og klæði - þegar kemur að framsókn þá verður þetta einhvern veginn allt miklu ódýrara.

Jón G. Hauksson

jgh@heimur.is

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is