leita

ELDRI PISTLAR

Svo er að sjá að stjórnmálamenn og dagblöð telji að ekki þurfi að bíða eftir því að smíði Kárahnjúkavirkjunar ljúki til þess að þjóðin megi njóta ávxtanna af henni. Menn keppast við að lofa skattalækkunum vegna þess gróða sem við eigum í vændum. Þeir sem lögðu fé í smíði

„Geturðu slökkt á músikkinni?“ sagði Vigdís. Auðvitað gerði ég það eins og annað sem fyrir mig er lagt. Fyrr um daginn hafði ég fengið tilboð frá miða punktur is um að nú væru miðar á Manfred Mann seldir vildarvinum eins og mér á þrjú þúsund kall. Ég

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var með skemmtilega líkingu þegar hann sagði á Viðskiptaþingi að krónan væri fíllinn í stofunni og að við þyrftum nýjan gjaldmiðil. Hann sagði ennfremur að núna væri krónunni þakkað að ekki fór verr í hruninu og það væri svipað og þakka brennuvargi að ekki fór


PISTLAR

31/10/2010 | 23:30

Í aðlögun (BJ)

image001Ég sé að Ögmundi líst ekki á það ef Ísland er í aðlögun að ES. Jón Bjarnasyni líst ekki á það heldur og Mogginn hræðir okkur með því á hverjum degi. Ég man hins vegar eftir því að Davíð Oddsson fræddi okkur á því á sínum tíma að ein reglugerð eða lagasetning hefði komi frá Evrópusambandinu á dag allt frá því að við gengum í Evrópska efnahagssvæðið. Ég reikna með því að það hafi haldið áfram og hafi ekki verið bundið við stjórnartíð Davíðs.

Enginn spyr um það í hverju aðlögunin er fólgin. Ég sá að Ásmundur Einar Daðason sagði það í sjónvarpinu um daginn að mestur hluti af þessari aðlögun væri ágætur. En hann vildi ekki hrinda breytingunum í framkvæmd vegna þess að þær kæmu frá Evrópu. Hann sjálfur mun hafa lagt til að Íslendingar tækju upp fríverslun við Bandaríkin.

Allt er betra en Evrópa.

Á sínum tíma var annar vinstri maður, Halldór Laxness, óhræddur við að Íslendingar löguðu sig að ákveðnum siðum útlendinga. Hann vildi sem sé að þeir tækju upp á því að þvo sér og bursta tennurnar. Sem betur fer löguðum við okkur flest að þessum evrópsku siðum áður en Ásmundur Einar komst á þing.

Joe Borg, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins, var spurður um það þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu hvort Maltverjar hefðu ekki þurft að fara í aðlögun áður en þeir gengu í Evrópusambandið.

Borg kvað það satt vera. Sérstaklega hefði margt þurft að laga í landbúnaði. Þeir hefðu ákveðið að skoða vandlega hvað það væri sem helst væri að og byrjað á breytingum sem blasti við að þeir þyrftu að gera hvort sem þeir færi í ES eða ekki. Það voru býsna mörg atriði. „Landbúnaður er lítill hjá okkur,“ sagði Borg, „eitthvað milli eitt og tvö prósent af vergri landsframleiðslu, en það var mjög margt að. Þess vegna var þetta kærkomið tækifæri til þess að breyta hlutunum, hvernig sem aðildarumsóknin færi.“

Á Íslandi vita starfsmenn Landbúnaðarráðuneytisins ekki um hvað aðlögunin snýst, því að ráðherrann hefur bannað þeim að kynna sér það. Öld upplýsingarinnar er ekki runnin upp hjá Jóni Bjarnasyni.

En væri ekki rétt hjá Jóni og rifja upp sögu sem hann þekkir örugglega um kerlinguna sem datt niður stigann og lærbrotnaði? Þegar hún var lent sagði hún: „Ég ætlaði ofan hvort eð var.“

Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er talað um að nauðsynlegt sé að bæta stjórnkerfið á Íslandi. Stjórnsýslan sé ein af meinsemdum þjóðfélagsins og nauðsynlegt sé að bæta hana. Nú býðst Evrópusambandið til þess að gefa okkur fjóra til fimm milljarða króna til þess að sníða ýmsa ágalla af. Einmitt það sem við þurfum að gera. Við megum velja hvað við lögum fyrst. En á Íslandi er besti heimur allra heima og fulltrúar VG vilja engu breyta. Þó að það sé til bóta viljum við það ekki ef það er líka í Evrópu.

Hvers vegna vilja íslenskir bændur vera áfram í vernduðu umhverfi? Landbúnaðarforystan vill ekki láta breyta stjórnkerfi landbúnaðarins vegna þess að þá missir hún spón úr aski sínum. Ekki bændastéttin heldur forystan.

Landbúnaðurinn sjálfur er hins vegar mikið styrktur á Íslandi. Samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins sem bændur gefa sjálfir út er ríkisstyrkur á nokkrum svæðum sem hér segir:

Ísland   51% af verðmæti framleiðslunnar
Japan   49%
Kórea   52%
Noregur 62%

Evrópusambandið 25% af verðmæti framleiðslunnar
Tyrkland   25%
Kanada  13%

Bandaríkin   7% af verðmæti framleiðslunnar
Ástralía  6%
Nýja-Sjáland  1%

Hvers vegna vilja íslenskir bændur vera í hópi þeirra sem mesta styrki fá? Þeim mun meira sem við styrkjum bændur, því minna er hægt að styrkja aldraða, öryrkja og sjúklinga, svo að dæmi séu tekin um hópa af fólki sem ekki hafa fulla heilsu eða getu til þess að standa ein og sér. Slagorð öryrkja er: Styðjum öryrkja til sjálfsbjargar. Þeir vilja standa á eigin fótum.

Íslenskir bændur hafa litið til Finnlands til þess að sjá hvaða áhrif Evrópusambandsaðild gæti haft hér á landi. Í Bændablaðinu kom nýlega fram að bændabýlum hefði fækkað um nærri helming í Finnlandi frá því að landið gekk í Evrópusambandið. Það er ekki mjög ólíkt Íslandi.

Meðalaldur finnskra bænda er um 50 ár. Á Íslandi er hann um 54 ár. Í báðum löndum hefur hann farið hækkandi. Kúrfur um aldursdreifingu benda til þess að finnskum bændum muni halda áfram að fækka. Rétt eins og bændum á Íslandi.

En þó að bændum hafi fækkað um nærri helming í Finnlandi hefur framleiðslan ekki minnkað svo mikið. Það sem meira er. Framleiðni vinnuafls hefur meira en tvöfaldast 15 árum. Það þýðir að hver vinnandi hönd í landbúnaði í Finnlandi afkastar nú tvöfalt meira en áður en landið gekk í Evrópusambandið. Ekki þarf að efast um að framleiðni hefur líka aukist á Íslandi, en óvíst hvort það er jafnmikið.

Líklega er stuðningur við landbúnað í Finnlandi á bilinu 35 til 40% af verðmæti framleiðslunnar. Finnskum bændum hefur vegnað vel þó að stuðningur hafi minnkað við þá. Margir þeirra hafa leitað í arðbærari greinar, en hinir sem eftir eru hafa aukið arðsemi í landbúnaði. Samfélagið borgar minna til greinarinnar. Allir eru betur settir.

Íslendingar ættu að fylgja dæmi Finna, sem núna eru í hópi sterkustu Evrópuþjóða á efnahagssviðinu. Þjóð sem var í djúpri kreppu þegar hún gekk í sambandið.

Evrópusambandið réttir Íslendingum höndina og býður upp á umbótaferli. Allir græða á því. Við ætlum þangað hvort eð er.

Benedikt Jóhannesson
 

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is