leita

ELDRI PISTLAR

Dýr er sopinn. Þannig hafa menn stundum talað um áfengi og þótt nóg um hvernig ríkissjóður gerir út á þennan vökva sem stundum er nefndur gargolía. Núna gerir ríkið líka út á aðra olíu, dísilolíu á bíla. Hver hefði trúað því fyrir þremur til fjórum árum þegar dísilolían kostaði

04. febrúar | Ekki lýgur Mogginn (BJ)
„Það má ýmislegt segja um Hæstarétt, en eitt má fullyrða. Þar sitja ekki hugaðir menn.“ Ég var að ræða við lögfræðing sem ég met mikils og festi þessi orð mér vel í minni. Þó að það séu næstum tíu ár síðan þetta var sagt finnst mér þetta klingja í

13. febrúar | Fjórði foringinn (BJ)
Prófkjör Samfylkingarinnar var um helgina. Borgarstjórinn sendi mér bréf á föstudaginn um að ég mætti kjósa. Þrátt fyrir að prófkjörið var byggt upp í kringum það að allir mættu kjósa og þyrftu hvorki að vera í Samfylkingunni né styðja hana kusu aðeins rúmlega níu þúsund manns. Á Akureyri, Ísafirði


PISTLAR

15/10/2011 | 19:25

Gagnrýna banka til að afla sér vinsælda (JGH)

jong-2011Monica Caneman, stjórnar- formaður Arion banka, segir í nýútkominni ársskýrslu fjármála- fyrirtækja, að stjórnmála- menn gagnrýni banka til að afla sér vinsælda. Þetta er athyglisverð skoðun og verður ekki skilin öðru vísi en að hún telji að stjórnmálamenn tali gegn betri vitund þegar þeir „ráðast á“ bankana og gagnrýna þá.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur gagnrýnt bankana harðalega og sérstaklega hefur henni orðið tíðrætt um kjör og laun bankamanna. Það er hennar taktík til að afla sér vinsælda og hefur hún notað hana til margra ára.

Hún hefur sömuleiðis sagt að hún vonist til þess að bankarnir skili fénu aftur út í samfélagið, hvað sem það merkir nákvæmlega hjá henni.

Bankarnir hafa eðilega átt undir högg að sækja eftir að forverar þeirra hrundu fyrir um þremur árum. Þeir drógu krónuna niður með sér í fallinu og sömuleiðis efnahagslífið –  þjóðarkakan hefur minnkað um 11% frá hruni.

Sumir eru raunar þeirrar skoðunar að fall gjaldmiðilsins sé alvarlegra hrun en sjálft bankahrunið.

Reiði fólks út í bankana snýst um að hrunið gekk yfir þjóðina alla en „þessir allir“ fá hins vegar ekki jafnt afskrifað þegar kemur að afskriftum lána.

Reiði fólks snýst um miklar eignatilfærslur eftir hrunið. Þar sem skilafólkið og skilafyrirtækin halda áfram að greiða vélrænt af gömlum vana á meðan vanskilafólk og aðrir stórskuldugir fá sérstaka meðferð í afskriftum - og halda sínu eftir sem áður.

Hrunið gekk yfir þjóðina alla - en mörgum finnst sem það sé hálfgerður lottóvinningur í endurreisninni hjá hvaða gamla banka eða lánastofnun þú skuldaðir fyrir hrun.

Viljum við slíka endurreisn?

Bankarnir, sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður hafa beitt mismunandi aðferðum við að afskrifa og gengið mjög mislangt í aðgerðum sínum.

Ungt fólk spyr sig að því hvers vegna þeir sem voru t.d. með húsnæðislán í Landsbankanum eigi að fá meira afskrifað en þeir sem „voru og eru svo óheppnir“ að vera hjá Íbúðalánasjóði.

Monica bendir réttilega á að ríkið leiki stórt hlutverk á fjármálamarkaðnum sem eigandi tveggja stærstu lánveitenda á íbúðalánamarkaði; Íbúðalánasjóðs og Landsbankans.

Þessar tvær stofnanir hafa tekið með ólíkum hætti á skuldavandanum.

Með þessu er Monica að benda stjórnmálamönnum á að þeir gagnrýna lánastofnanir en geta sjálfir haft talsverð áhrif á rekstur þeirra.

Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem fram kemur að bankinn hefði fært niður 61 milljarð króna á lánum einstaklinga. Yfir helmingur, eða 33,5 milljarðar, er tilkominn vegna endurútreiknings erlendra lána, í samræmi við tvo dóma sem fallið hafa.

Rúmir 15 milljarðar vorur niðurfærðir vegna 110% leiðarinnar.

Í endaðan september sl. sagði á heimasíðu bankans að bankinn hefði ákveðið að endurgreiða skilvísum lántakendum 20% af  vaxtargreiðslum á árunum 2009 til 2011 og ennfremur að lækka skuldir sem væru umfram greiðslugetu fólks og náði sú lækkun m.a. til lækkunar á yfirdrætti.

Bankinn sagði í þessari frétt sinni á heimasíðunni að yfir 60 þúsund einstaklingar sem væru viðskiptavinir bankans fengju skuldalækkun með einum eða öðrum hætti.

Af þessum fréttum að dæma virðist sem Landsbankinn hafi gengið lengra en Arion banki og Íslandsbanki í lækkun skulda einstaklinga.

Minna fer fyrir fréttum hjá Íbúðalánasjóði hvernig hann hefur lækkað skuldir einstaklinga til að þeir gætu haldið húsnæði sínu. Sjóðurinn er illa staddur og þurfti ríkið að setja 33 milljarða aukalega í hann á þessu ári.

Arion banki og Íslandsbanki eru að mestu í eigu kröfuhafa Kaupþings og Glitnis. Ríkið á mjög litla hluti í báðum bönkunum.

Bent hefur verið á að ríkisstjórnin hafi einkavætt þessa tvo banka án svo til nokkurrar umræðu – og gerði það þannig að kröfuhafarnir eignuðust hlutina í Arion banka og Íslandsbanka í stað þess að ríkið eignaðist þessa banka að fullu og greiddu kröfuhöfunum fyrir hlutaféð.

Þannig sparaði ríkið sér fé við uppbyggingu bankakerfisins þó fram hafi komið upplýsingar síðar um að sparnaðurinn sé ekki jafnmikill og í veðri hefur verið látið vaka – og jafnvel hafi þetta reynst dýrari kostur.

Ef ríkið hefði eignast bæði Arion banka og Íslandsbanka hefði væntanlega meira samræmi verið í aðgerðum bankana þriggja.

En hvað með þá sem voru t.d. hjá sparisjóðunum fyrir hrun?

Nýju bankarnir voru stofnaðir með því að yfirdraga eignasöfn gömlu bankanna á hálfvirði, þ.e. þeir fengu lánin til einstaklinga og fyrirtækja á hálfvirði. Nýju bankarnir litu svo á í upphafi að leið þeirra til að endurreisa bankakerfið væri að rukka lánin í botn.

Dómur hæstaréttar breytti gengisbundnum lánum bankanna og þar með gátu þeir ekki rukkað þau lán í botn, eins og þeir höfðu gert, en dæmi voru um að gengisbundin lán hefðu tvö- til þrefaldast í verði.

Í góðu viðtali við Bjarna Benediktsson á sjónvarpsstöðinni ÍNN nýlega sagðist hann hafa heyrt um að fólk hætti viljandi að greiða af lánum til að verða vanskilaólk og fá þar af leiðandi sérmeðferð hjá bönkunum.

Að sjálfsögðu taldi hann það ekki vænlega leið – en orð hans vöktu athygli mína.

Monica Caneman segir að stjórnmálamenn gagnrýni bankana til að afla sér vinsælda.

Þetta er nett skot hjá henni á stjórnmálamenn fyrir það sem henni finnst vera tvískinnungur.

Jón G. Hauksson
jgh@heimur.is

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is