leita

ELDRI PISTLAR

24. júní | Stjörnur tvær (BJ)
Æðsta ósk sérhvers sælkera er að fá að borða á stað sem hefur fengið stjörnu frá Michelin. Ekki veit ég hvort ég er matgæðingur, en þetta fékk ég að minnsta kosti að upplifa í liðinni viku. Á sunnudag heyrði ég í konu sem var að tala um ferðamennsku og

Það er alþekkt að vinátta manna stoppar ekki við flokkslínur. Þekktir menn í stjórnmálum eru þar engin undantekning. Lengi hefur verið talað um að Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson væru svo nánir að tala mætti um Vilfreð. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í R-listanum sögðu oft þegar þeim var borið á

04. september | Vúdú-hagfræði (JGH)
Þórólfur Matthíasson og Jón Steinsson fjalla í sitt hvorri greininni í Morgunblaðinu um skuldavanda heimilanna. Jón segir að „vúdú-hagfræði“ hafi einkennt umræðuna um niðurfellingu skulda og að þessi „vúdú-hagfræði“ gangi út á að skuldaniðurfelling hjá fólki, sem annars gæti á endanum staðið í skilum, muni hafa svo jákvæð áhrif


PISTLAR

09/11/2011 | 21:22

Fundir og mannfagnaður (BJ)
benedikt11Ég missi af hverri skemmtuninni eftir aðra vegna þess að þær eru svo margar á sama tíma. Um daginn missti ég af árlegu Stjörnukvöldi. Þar eru ekki bara stjörnur heldur líka Garðbæingar. Þeir telja sig að vísu vera undirmengi í stjörnum. Ég var hins vegar með prívat stjörnukvöld heima hjá mér og skemmti mér vel. Þar var ég ræðumaður kvöldsins.
 
Herrakvöld Vals er önnur árleg skemmtun og ég reyni að láta mig ekki vanta þar. Þar er reynt að stilla upp stórskotaliði í skemmtun. Í ár voru það Guðni Ágústsson, Stefán Hilmarsson og Þorsteinn Guðmundsson sem einu sinni var kallaður skemmtilegasti maður Íslands. Það er langt síðan.
 
Herrakvöld byggjast á því að allir gestir séu mjög drukknir þegar þeir koma. Það skilyrði var uppfyllt í þetta sinn. Til öryggis fá menn sér svo einn til þrjá bjóra enn áður en kvöldverður hefst. Hann er frá Múlakaffi og er yfirleitt meinlaus. Hjá Stjörnunni er Skúli Hansen kokkur. Það eru meiri tilþrif þar, enda menn ekki jafnvel uppáhelltir í Garðabænum. Sumir eru það reyndar.
 
En það er ákaflega gaman á herrakvöldum, óháð því hvað gerist.
 
Ræðu Guðna var beðið með eftirvæntingu og afar vel tekið. Mér finnst honum vera farið að förlast því nú voru margir klámbrandarar eða glens af svipuðum toga. Hér kemur það penasta:
 
Á næsta ári verður árið 2012 sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson söng svo eftirminnilega um:
 
Mig dreymdi það væri komið árið 2010
og tunglið væri malbikað og steypt í hólf og gólf.
Og þingmennirnir okkar voru ei með fulde fem
og ég varð alveg hlessa
því forsætisráðherrann var gömul lessa.
 
Ekki þarf að taka það fram að salurinn grét af hlátri. Guðni var samt ekki með neina hommabrandara eins og veislustjórinn síðast þegar ég fór. Þá var líka hlegið. Valsmenn eru svo léttir í lund.
 
Stundum velti ég því fyrir mér hvort stjórnmálaferill Guðna hafi verið auglýsing fyrir trúðsferilinn. Reyndar held ég að ferlarnir hafi skarast að hluta.
 
Fyrir fjórum árum var ég beðinn um að tala á herrakvöldi Vals „vegna þess að Guðni komst ekki.“ Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að vera kátur eða dapur, en meðan skipuleggjandinn taldi upp aðra pólitíkusa sem ekki komust þurfti ég ekkert að segja. Þegar hann var kominn að Álfheiði Ingadóttur lagði ég á.
 
Tveimur árum seinna var aftur hringt í mig frá Val og ég beðinn að tala. Nú var enginn listi um forfallaða, en í framhaldssímtali kom fram hve Guðni hefði verið ákaflega fyndinn árið áður. Ég sagðist einmitt hafa heyrt í Guðna á Stjörnukvöldi skömmu áður þar sem 200 manns hefðu hlustað á boðskapinn. „Já Guðni trekkir alltaf vel að.“
 
Það kom fram að ég hefði verið auglýstur ræðumaður hjá Völsurum. Þegar ég spurði hve margir kæmu var svarið 300 manns. Ég reistist allur við og spurði hvort það væri ekki góð aðsókn. „Jú,“ var svarið. „En það er alveg sama hvern við bjóðum upp á. Það koma alltaf margir.“ Valsmenn kunna að byggja upp egóið.
 
Þetta var samt ekki jafnmikið áfall og þegar ég talaði á kúttmagakvöldi í Oddfellow fyrir nokkrum árum. Þá var ég kynntur svona: „Við Oddfellowar erum vanir að fá úrvalsræðumenn á okkar kúttmagakvöld. Í ár fengum við líka stórkostlegan ræðumann, en því miður datt hann úr skaftinu í gær og því báðum við Benedikt að tala.“
 
 
 
PS. Í nýlegu útvarpsviðtali sagði ég að ekki væru allir Evrópusambandsandstæðingar vitleysingar. Mér er sagt að þetta hafi farið fyrir brjóstið á þekktum bloggara. Þrátt fyrir fjölda áskorana hef ég enn ekki dregið ummælin tilbaka.
Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is