leita

ELDRI PISTLAR

Árni Johnsen og Arnar Jensson hafa farið illa að ráði sínu í fjölmiðlum síðustu daga. Þeir hafa báðir gert stór „tæknileg mistök“; Árni í fréttum Sjónvarpsins en Arnar í grein sem hann sendi inn til Morgunblaðsins og birt var þar í miðopnu. Mistök Arnars eru eiginlega sýnu verri og

Það er víst siður í Karphúsinu að baka vöfflur eftir undirritun. Það getur vel verið að það sé góður siður. Núverandi samningur bakar hins vegar stórfelld vandræði. Það var engin ástæða til að faðmast, gantast og slá í deig eftir þennan samning. Þetta er verðbólgusamningur af gamla skólanum og

Konan í símanum var frá Danmarks Radio . Hún hafði talað við mig síðastliðið sumar og þess vegna vildi hún tala við mig aftur. Ég sagðist muna vel eftir því, en það var í besta falli hvít lygi. Frá hruninu hafa fjölmargir erlendir aðilar haft samband við mig til


PISTLAR

08/04/2012 | 14:57

Hvað hafið þér lesið um páskana? (BJ)

benedikt12Í gamla daga var til útvarpsþáttur sem hét: Hvað hafið þér lesið um jólin? Hann hafur væntanlega bara verið eftir jólin og kannski ekki öll jól. En í þessum þætti komu fram merkir menn og sögðu frá því hvað þeir höfðu lesið. Einu sinni var Pétur Ben. móðurbróðir minn í þættinum. Ekki man ég hvað hann las, en það voru einhver býsn, fannst mér.

Engum hefur dottið í hug að gera þáttinn Hvað hafið þér lesið um páskana? Hann verður væntanlega ekki gerður úr þessu. Enginn þérar lengur og enginn les lengur. Nema ég og reyndar Vigdís, en hún fer svo hratt yfir að mér finnst eins og hún fletti bara bókunum.

Svo vill til að ég hef tekið óvenju stóran skammt af bókum að undanförnu. Í síðasta mánuði var bókamarkaður og ég keypti nokkrar bækur þar. Allmargar reyndar. Við fórum líka til Vesturálfu og þar eru glæsilega bókabúðir. Mér tókst reyndar að fara þangað inn einu sinni og koma út tómhentur, en ekki tvisvar.

Loks er ég kominn með spjaldtölvu sem kemur mér í samband við umheiminn og allt það nýjasta. Fyrsta bókin sem ég keypti í gegnum hana var heildarútgáfa á verkum Marks Twains.

Ég las þrjár bækur Ólafs Teits Guðnasonar um fjölmiðlana 2005-7. Eina hafði ég lesið áður, en maður hafði gott af því að fara í gegnum þetta aftur. Fjölmiðlar eru alltaf djarfir í fullyrðingum og Ólafur er fundvís á ýmislegt sem ekki stenst, en er þó nánast daglega slegið upp. Heiti bókanna er

Fjölmiðlar (svo kemur ártal)

Getur þú treyst þeim?

Það sem var óvenjulegt við þetta tímabil var hversu miskunnarlaust Baugsmiðlunum svonefndu var beitt fyrir eigendur sína. Árið 2007 virðist hafa dregið úr því, en þó mátti enn sjá allmörg dæmi um það. Ólafur Teitur skrifaði í Viðskiptablaðið, sem a.m.k. seinni hlutatímabilsins var í eigu Bakkavararbræðra. Fróðlegt hefði verið að sjá hvort tónninn breyttist í því þegar þeir eignuðust það.

Jafnframt minnist hann ekki á hvernig Morgunblaðið fjallaði um eiganda sinn Björgólf Guðmundsson (eða fjallaði ekki um hann). Þannig að þó að pistlarnir hafi verið ágætir var Ólafur Teitur sannarlega ekki utan og ofan við allt. Hann skrifar frá sjónarhorni hægri mannsins sem er vissulega óvenjulegt í nútíma blaðamennsku á Íslandi.

Ég gat ekki varist því að hugsa að ekki væri vanþörf á að gefa út svona bók um fjölmiðlana núna. Hún yrði örugglega öðruvísi en bækur Ólafs Teits. En ég er ekki viss um að blaðamennskan hafi batnað að meðaltali, þó að gæðin kunni að hafa breyst innan miðla. Að gamni mínu fletti ég upp könnunum MMR á því hvernig traust á fjölmiðlum hefur breyst . Fyrst kemur mynd hvernig traust á helstu fjölmiðlum var 2011 (nýjasta könnun):

Traust á fjölmiðlum 2011

traust_2011
Heimild: MMR

Nokkrir fjölmiðlar voru þarna fyrir neðan.

Næst skoðaði ég hvernig traust og vantraust hefur breyst frá 2008 til 2011. Athygli vekur að traust minnkar á nánast öllum fjölmiðlum. Vantraustið eykst. Líklega hefur traust almennt minnkað í samfélaginu.

Breytingar á trausti og vantrausti á fjölmiðlum frá 2008 til 2011.

breytingar_a_trausti_og_vantrausti
Heimild MMR

Lengst af nutu Morgunblaðið og RÚV álíka mikils trausts á markaðinum og báru höfuð og herðar yfir aðra. Það hefur breyst. Sumir kynnu að segja að það skýrðist af því að stjórnmálamaður hafi tekið við ritstjórninni þar. Sú skýring stenst ekki. Mér er sagt, og hef það meira að segja eftir pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, að Morgunblaðið hafi batnað þegar Bjarni Benediktsson var ritstjóri þess. Var hann þó einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins á sinni tíð. Traust er einhver mikilvægasta eign fjölmiðils. Eins og Ólafur Teitur bendir á í pistlum sínum er auðveldasta leiðin til þess að tapa trausti að blanda saman fréttskrifum og skoðunum. Hvernig fréttir eru skrifaðar og hvaða fréttum er ekki sagt frá.

Ég hef talað um það að líklega sé traust á Alþíngi jafnmikið og á slakasta þingmanninum. Kannski á svipað við um fjölmiðla.

Þessi pistill er orðinn langur, en ég hyggst bæta við fleiri þönkum um bækur fljótlega.

Benedikt Jóhannesson

www.heimur.is/benedikt


 

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is