leita

ELDRI PISTLAR

30. nóvember | Hjálpum þeim (JGH)
Núna eru tími jólalaga runninn upp, bæði í útvarpi og á Alþingi. Margt bendir til að lagið Hjálpum þeim njóti talsverðra vinsælda að þessu sinni. Það kemur t.d. mjög við sögu í nýju frumvarpi sem lagt var fram í vikunni um ný vinnubrögð þingsins. Nýju vinnubrögðin felast meðal annars

Í síðasta pistli var talað um þá niðurstöðu breskrar þingnefndar að þeir Murdoch feðgar væru óhæfir útgefendur blaða. Þetta leiðir hugann að því hvernig ástandið sé og hafi verið hér á landi. Sjálfstæði fjölmiðla verður aðeins algert að sérhver starfsmaður geti leikið lausum hala og gert það sem honum

Fyrir 36 árum kom ég Ísafirði í samband við umheiminn. Ég held að Ísfirðingar séu tiltölulega sáttir við mig, en ég er ekki viss um umheiminn. Sumarið 1975 bjó ég í tjaldi í einum afskekktasta firði landsins Hestfirði við að smíða brú yfir síðustu óbrúuðu hindrunina í Ísafjarðardjúpi, Hestfjarðarána.


PISTLAR

21/01/2008 | 09:05

Dagur hnífasettanna (BJ)

Það er skemmtileg mynd í Mogganum í dag þar sem hinn geðþekki borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson ræðst með sverði að formanni bankaráðs Landsbankans. Myndin tekur af öll tvímæli um að Björn er drengilegur maður því að hann ræðst framan að formanninum. Báðir eru í smekklegum jakkafötum. Þjóðin veit að Jóhannes Í Bónus borgaði fyrir jakkaföt bankaráðsformannsins á góðgerðarsamkomu fyrir nokkrum árum. Því er hins vegar enn ósvarað hver greiddi föt Björns Inga.

Það vekur athygli hve blaðamenn hafa lítinn áhuga á því hver hafi í raun greitt fötin. Björn Ingi neitaði að mæta í viðtal um málið en sagði í tölvupósti:„ Engar aðrar reglur giltu um forystumenn Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 en aðrar kosningar innan flokksins.“ Blaðamenn láta þetta gott heita. Ætli Árni Johnsen hefði komist upp með svona svar?

Í Fréttablaðinu er vikið að spurningunni í dag á bls. 12. Þar segir: „Enn stendur eftir spurningin um það hvort Björn Ingi keypti föt eða ekki. Hann hefur enn ekki neitað sögusögnunum og nú þykist Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar flokksins, geta fullyrt að fótur sé fyrir þeim. Styggðaryrðum Hauks í garð Björns Inga skal þó taka með fyrirvara þar sem hann hefur ekki beint legið á skoðunum sínum á borgarfulltrúanum síðustu misseri.“ Ekkert að marka Hauk vegna þess að honum er illa við Björn Inga.

Annars er borgarfulltrúinn snyrtilegi búinn að afgreiða málið. Í skilaboðum sem hann sendi visi.is segir hann málið „mannlegan harmleik“. Sem sé Guðjón Ólafur er bilaður. Þá er það mál úr sögunni.

Enda hver hefði trúað því að hinn ástríki Björn Ingi stingi nokkurn í bakið? Maðurinn sem faðmaði bæði Villa og Dag sama sólarhringinn.

Benedikt Jóhannesson

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is