leita

ELDRI PISTLAR

16. apríl | Skýrslan góða (JGH)
Fyrir tíu árum vakti dómur Hæstaréttar í máli Nathan & Olsen athygli. Endurskoðandi var dæmdur sekur fyrir vanrækslu í starfi eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt hjá fyrirtækinu. Hæstirétur taldi að endurskoðandinn, sem hafði selt fyrirtækinu þjónustu sína um árabil, ætti að hluta til sök á því að

Ég hef alltaf jafngaman af því þegar birtar eru rannsóknir um að vín sé hollt. Hver kannast ekki við vísindin um að glas af rauðvíni á dag styrki hjartað. Í gamla daga var stundum talað um að fá sér eitthvað hjartastyrkjandi, en það var áður en rauðvín komst í

16. október | Góð tíðindi (JGH)
Það eru góð tíðindi að erlendir kröfuhafar eignist Íslandsbanka og að miklar líkur séu á að það sama gerist með Kaupþing. Enn betra er að þetta gerist á sama tíma og ekki hefur verið gengið frá Icesave. Fréttin um Icesave í byrjun vikunnar var sömuleiðis af hinu góða. En


PISTLAR

15/04/2011 | 17:05

Platheimar og raunheimar (JGH)

jong-2011Ég sat skemmtilega ráðstefnu í Háskóla Íslands þar sem rætt var um samband akademíunnar og atvinnulífsins. „Samband platheima og raunheima,“ eins og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, nefndi þetta samband fyrir framan fræðasamfélagið og bætti því við að þetta væri meira sagt í gríni en alvöru.

Þetta voru panelumræður. Ásamt Orra voru þau Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður innlendra háskólasamskipta HÍ, Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda, og Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, í panelnum og stjórnaði ég umræðum.

Skemmst er frá því að segja að þetta voru leiftrandi umræður og góðar. Þau Ásta, Margrét, Halldór og Orri komu víða við í þessu ágæta umræðuefni sem aldrei verður tæmt.

Platheimar og raunheimar fannst mér ágætur vinkill. Atvinnulífinu finnst fræðasamfélagið oft vera í sínum heimi að fást við óraunhæf verkefni sem aldrei reynir á þegar að alvöru lífsins kemur.

Mig langar að leggja út af litlum hluta umræðnanna þar sem fullyrt var að færri frumkvöðlar kæmu úr háskólasamfélaginu á Íslandi en öðrum löndum. Það getur stafað af því að Íslendingar með háskólanám eru hlutfallslega færri en annars staðar í Vestur-Evrópu.

Í framhaldi af þessu spruttu upp vangaveltur um það hvort háskóli dræpi niður frumkvæði nemenda að stofna eigin fyrirtæki. Taka áhættu – en langflest fyrirtæki, sem stofnað er til, ná ekki fótfestu og lognast út af.

Það er auðvitað mikið mál ef nemandi er fullur af eldmóði og vill stofna fyrirtæki eftir að hann lýkur stúdentsprófi en missir móðinn og áhugann við að fara í háskóla.

Auðvitað má ekki einfalda þetta of mikið. Áhuginn á að stofna fyrirtæki kemur innan frá – það „lærir enginn“ að fá áhuga á einhverju.

Hitt er annað að kannski hefur háskólanámið kennt viðkomandi að reikna dæmið út og suður – og gera ráð fyrir hinu allra versta. Af því leiðir að útkoman er: Það er ekkert vit í að stofna fyrirtæki.

Sá, sem er ekki þjakaður af miklum núvirðisútreikningum, stekkur frekar til og tekur áhættuna; lætur drauminn rætast með orðunum: „Nú, þetta fer þá allt til fjandans.“

Var ekki einhvern tíma sagt að fá börn myndu fæðast ef allir væru veifandi reiknistokk um það hvenær best og hagkvæmast væri að eignast börn; sá tími kæmi aldrei.

Skemmtisagan frá því í gamla daga var raunar eitthvað á þá leið að kennari spurði nemanda í gagnfræðaskóla hvers vegna hann ætlaði að hætta í skóla og sleppa því að ganga menntaveginn. Nemandinn svaraði að einhver yrði að stofna fyrirtæki og ráða bekkjarsystkini sín í vinnu þegar þau kæmu úr háskólanum.

Þetta var fín ráðstefna. Akademía og atvinnulíf.

Sögð var saga á ráðstefnunni af Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem var ekki mikill akademíker en fékk gjarna ráð frá hagfræðingum. Þegar þeir höfðu útskýrt mál sitt í þaula með efnahagslegum rökum bættu þeir yfirleitt við: But, on the other hand...

Þá sagði Reagan: Eru allir hagfræðingar einhentir?

Vísindin efla alla dáð.

Jón G. Hauksson
jgh@heimur.is

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is