leita

ELDRI PISTLAR

Nú er ég í Marokkó á fundi. Satt að segja á ég ekkert mjög mikið erindi á fundinn en ég hugsaði með mér að þetta væri eina leiðin til þess að komast á þennan framandlega stað. Eins og allir sem koma á einhvern stað sem þeir vita ekkert um

Á fallegum degi velti ég stundum fyrir mér hvort fegurð umhverfisins sé tilviljun eða hvort guð gæti verið til. Um þetta geta menn deilt endalaust og kannski er guð hvers og eins bara hans hugmynd, til í eigin sjálfsvitund án þess að það verði frekar rökstutt. Margir hafa

Gunnar Páll Pálsson átti aldrei raunhæfan kost á að verða endurkjörinn formaður VR. Það lá allan tímann í loftinu. Formaður sem hefur tæpar 1,8 milljónir á mánuði, ekur á fínum bíl frá félaginu og situr í stjórn glæsilegs banka er ekki beinlínis trúverðugur verkalýðsforingi. Það getur vel verið að


PISTLAR

29/03/2011 | 09:30

Staksteinar fara á kostum (BJ)

bj_effect08Þriðjudaginn 29.3.2011 birtist skemmtilegur myndskreyttur pistill í Staksteinum Morgunblaðsins. Þar sem kreppan hefur leitt til þess að margir hafa ekki efni á blaðinu birtist þessi smellni pistill hér stafréttur svo að menn sjái hvers þeir fara á mis:

„Beðið blaðamannafundar

Þegar Steingrímur J. breytti samninganefnd sinni um Icesave í áróðursnefnd var hennar fyrsta verk að halda blaðamannafund í Arnarhvoli.

Tilefnið var að umsjónarmenn þrotabús gamla LÍ voru að velta fyrir sér hvort endurheimtur í þrotabúið kynnu að hafa aukist um 2% síðustu mánuðina. Eitthvað sem var langt innan við öll skekkjumörk.

Samninganefndinni þótti sem sé rétt að hafa sitt fyrsta verkefni í nýju hlutverki að verða að almennu aðhlátursefni. steingr_mbl

Kannski hefur þetta verið djúphugsað ráð til að sýna ráðherranum að honum hefði ekki tekist að svipta nefndarmenn hverju snifsi af sjálfsvirðingu.

En síðan þetta gerðist hefur orðið ógurlegur jarðskálfti í Japan. Steingrímur og Össur eru komnir á sérstakan lista yfir staðföst ríki í slag við Gaddafi. Potrtúgal rambar á barmi gjaldþrots og verðbólga þýtur upp í Bretlandi.

Nú er líklegt að þrotabú Landsbankans hafi sveiflast töluvert í verði við þetta og þá eingöngu í eina átt, jafnvel 10 sinnum 2%.

En hvar er þá blaðamannafundurinn?

hriflujonasdavidgaddafi

Getum við ekki fengið Áfram blaðamannafund í Arnarhvoli fljótlega?“

Benedikt Jóhannesson

www.heimur.is/benedikt

Share
© Allur rettur askilinn heimur.is (Heimur hf)
Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavik S. 512 7575 Fax. 561 8646 heimur@heimur.is